Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ánægður með að Isak sápuóperunni sé lokið
Alexander Isak gekk í raðir Liverpool.
Alexander Isak gekk í raðir Liverpool.
Mynd: Liverpool
Dan Burn, varnarmaður Newcastle, segist ánægður með að máli Alexander Isak sé lokið. Sænski sóknarmaðurinn gekk í raðir Liverpool frá Newcastle á gluggadeginum eftir leiðinlega atburðarás. Isak vildi fara en Newcastle neitaði í fyrstu að selja hann.

„Ég ber engan kala til Alex. Við vildum að glugganum yrði lokað til að þetta mál myndi skýrast. Ég er ánægður með að þessu sé lokið," segir Burn.

„Hann er félagi minn svo þetta er erfið staða. Þú vilt hafa hann til að hjálpa liðinu en hann er með persónuleg markmið og ég óska honum alls hins besta."

Ásakanir gengu milli Isak og félagsins í aðdraganda þessara félagaskipta og leikmaðurinn sagði að loforð hafi verið svikin. Eftir að Isak gekk í raðir Newcastle sagðist hann vera félaginu ævinlega þakklátur.

„Sem stuðningsmaður Newcastle þá er þér annt um félagið. Þú vilt vera með leikmenn sem vilja spila fyrir Newcastle. Ég hef verið í bransanum það lengi að ég veit hvernig hann virkar. Ég óska Alex alls hins besta, nema auðvitað þegar við keppum við Liverpool!" segir Burn.
Athugasemdir
banner
banner