Jón Breki Guðmundsson hefur lokið lánsdvöl hjá ítalska félaginu Empoli og snýr nú aftur til ÍA. Empoli var með kauprétt á Jóni Breka en nýtti sér hann ekki.
Jón Breki er 17 ára og hefur gert nýjan samning við ÍA sem gildir út tímabilið 2028.
Jón Breki er 17 ára og hefur gert nýjan samning við ÍA sem gildir út tímabilið 2028.
„Jón Breki er sterkur og tæknilega góður miðjumaður sem kom til ÍA frá KFA um mitt síðasta ár. Hann varð bikarmeistari með 2. flokknum á síðasta tímabili og hefur leikið sjö landsleiki fyrir U17 ára landslið Íslands," segir í tilkynningu ÍA.
Jón Breki kom við sögu í tólf leikjum með KFA í 2. deild karla í fyrra, einum leik í Mjólkurbikarnum og tveimur í Fótbolti.net bikarnum.
„Hann bíður nú eftir leikheimild með ÍA eftir að hafa lokið lánsdvöl hjá ítalska félaginu Empoli FC. Við óskum Jóni Breka innilega til hamingju með nýjan samning og hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi framgangi hans í gulu og svörtu."´
Athugasemdir