Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Casemiro stálheppinn að fá ekki rautt
Mynd: EPA
Estevao, Lucas Paqueta og Bruno Guimaraes sáu um markaskorunina fyrir Brasilíu í 3-0 sigri gegn Síle í undankeppni HM.

Brassar, sem Carlo Ancelotti stýrir, hafa þegar tryggt sér þátttökurétt á HM á næsta ári.

Það er með hreinum ólíkindum að Casemiro, miðjumaður Manchester United, hafi ekki fengið rautt spjald þegar hann traðkaði á ökkla Felipe Loyola sem þegar var liggjandi á grasinu.

Dómarinn sýndi Casemiro gula spjaldið og VAR taldi ekki ástæðu til að kalla hann í skjáinn.


Athugasemdir
banner