„Já bara ágætis leikur hjá okkur, jafn leikur í fyrri hálfleik, síðan fannst mér við taka yfir leikinn í seinni hálfleik, við nýtum ekki færin okkar og þær skora síðan tvö mörk í andlitið á okkur." sagði þjálfari Keflvíkinga við Fótbolti.net eftir leik.
„Það er bara margt sem við getum lært af þessu tímabili, margt sem við lentum í mótlæti með og annað með meiðsli í hópnum. En varnarleikurinn okkar var mjög flottur í sumar en við hefðum þurft að vera betri sóknarlega."
En hvernig finnst Jónu tímabilið hafa verið?
„Ég er alls ekki sátt við þetta tímabil en mjög bjartir tímar framundan í Keflavík, hér í dag eru níu leikmenn frá Keflavík sem byrja leikinn og búið að vera þannig í allt sumar að þessar Keflavíkur stelpur eru búnar að vera að spila leiki og við erum með mikið uppalið lið þannig framtíðin er björt í Keflavík."
Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan.