Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 20:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Slóvakar skelltu Þjóðverjum - Öruggt hjá Belgíu og Spáni
Slóvakar fagna
Slóvakar fagna
Mynd: EPA
Það voru óvænt úrslit í undankeppni HM 2026 í kvöld þegar Slóvakía fékk Þýskaland í heimsókn.

Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, stillti upp sterku liði en NIck Woltemade, nýr leikmaður Newcastle, var í fremstu víglínu og Florian Wirtz, leikmaður Liverpool, var einnig í byrjunarliðinu.

Undir lok fyrri hálfleiks missti Wirtz boltann á miðjunni og Slóvakar brunuðu upp völlinn sem endaði með því að David Hancko skoraði. David Strelec skoraði síðan glæsilegt mark með skoti í fjærhornið og innsiglaði sigur Slóvaka.

Liðin spila í A riðli en Norður Írland lagði Lúxemborg í sama riðli.

Spánn vann öruggan sigur á Búlgaríu í E riðli. Tyrkland lagði Georgíu í sama riðli fyrr í kvöld.

Matty Cash tryggði Póllandi stig gegn Hollandi eftir að Denzel Dumfries hafði komið Hollendingum yfir með marki með skalla eftir hornspyrnu frá Memphis Depay. Bæði lið eru með sjö stig, Holland hefur spilað þrjá leiki en Pólland fjóra í G riðli. Litháen og Malta gerðu jafntefli fyrr í kvöld.

Belgía er með sjö stig eftir þrjá leiki í riðli J eftir stórsigur á Liechtenstein. Liechtenstein er án stiga eftir fjórar umferðir.

Luxembourg 1 - 3 Northern Ireland
0-1 Jamie Reid ('7 )
0-1 Isaac Price ('7 , Misnotað víti)
1-1 Aiman Dardari ('30 )
1-2 Shea Charles ('46 )
1-3 Justin Devenny ('70 )
Rautt spjald: Seid Korac, Luxembourg ('66)

Liechtenstein 0 - 6 Belgium
0-1 Maxim De Cuyper ('29 )
0-2 Youri Tielemans ('46 )
0-3 Arthur Theate ('60 )
0-4 Kevin De Bruyne ('62 )
0-5 Youri Tielemans ('70 , víti)
0-6 Malick Fofana ('90 )

Slovakia 2 - 0 Germany
1-0 David Hancko ('42 )
2-0 David Strelec ('55 )

Bulgaria 0 - 3 Spain
0-1 Mikel Oyarzabal ('5 )
0-2 Marc Cucurella ('30 )
0-3 Mikel Merino ('38 )

Netherlands 1 - 1 Poland
1-0 Denzel Dumfries ('28 )
1-1 Matty Cash ('80 )
Athugasemdir
banner