Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 15:15
Kári Snorrason
Arnar búinn að ákveða hvor verður í markinu: „Andskotinn hafi það það má hrista upp í þessu“
Icelandair
„Sá sem spilar vel heldur stöðunni.“
„Sá sem spilar vel heldur stöðunni.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn og Hákon Rafn keppast um markvarðarstöðuna.
Elías Rafn og Hákon Rafn keppast um markvarðarstöðuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, vildi ekki gefa upp hver verður í markinu gegn Aserbaídsjan á blaðamannafundi liðsins í dag, en sagði að hann sé búinn að ákveða hver verður á milli stanganna.

Valið stendur á milli Elíasar Rafns Ólafssonar, markvarðar Midtjylland, og Hákonar Rafns varamarkvarðar Brentford. Arnar var spurður á hvaða forsendum hann tekur ákvörðunina.

„Eins og með allar aðrar stöður þá miða ég við síðustu fjóra landsleiki, hvernig núverandi spilamennska er, og allan þann pakka. Svo endaru með gömlu góðu tilfinningunni. Stundum hefur þú rangt fyrir þér og stundum hefurðu rétt fyrir þér.“

Hákon Rafn hefur spilað 20 landsleiki en Elías sjö. Þeir skiptu leikjunum tveimur á milli sín í síðasta landsliðsglugga, og var Arnar spurður hvort það væri hugsanlegt að endurtaka leikinn í þessum glugga.

„Ég skil ekki alveg þessa markvarðarstöðu, þetta er alltaf svo heilagt. Auðvitað viltu í fullkomnum heimi vera með stabílann markmann. En andskotinn hafi það, það má alveg hrista upp í þessu, ef tilgangurinn er réttur. Ekki bara gera þetta til þess að gera þetta.“

„Ég talaði um það á síðasta blaðamannafundi að ég notaði mjög marga leikmenn. En ef við lítum á söguna hjá okkar landsliði, þegar okkur gekk sem best, þá var ákveðinn kjarni til staðar. Sá sem spilar vel heldur væntanlega stöðunni.“


Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli annað kvöld, í sínum fyrsta leik í undankeppni HM.

Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Athugasemdir
banner