Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Grindavík/Njarðvík tryggði sér sæti í Bestu deildinni
Kvenaboltinn
Mynd: Fotbolti.net - Stefan Marteinn
Grindavík/Njarðvík 4 - 1 HK
1-0 Sophia Faith Romine ('11 )
2-0 Sophia Faith Romine ('22 )
2-1 Loma McNeese ('35 )
3-1 Danai Kaldaridou ('58 , víti)
4-1 Ása Björg Einarsdóttir ('95 )
Lestu um leikinn

Lokaumferðin í Lengjudeild kvenna fer fram í kvöld. Grindavík/Njarðvík fékk HK í heimsókn í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni.

Liðin börðust um 2. sæti deildarinnar en ÍBV er þegar búið að tryggja sér titilinn. HK var í 2. sætinu, tveimur stigum á undan Grindavík/Njarðvík, fyrir leikinn.

Grindavík/Njarðvík komst yfir snemma leiks þegar Sophia Faith Romine skoraði eftir að HK átti í vandræðum með að koma boltanum frá eftir hornspyrnu.

Sophia bætti öðru markinu við þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður eftir sendingu frá Tinnu Harðardóttir.

Eftir rúmlega hálftíma leik fékk Loma McNeese boltann fyrir opnu marki og skoraði af öryggi og minnkaði muninn. HK vaknaði við það en náði ekki inn jöfnunarmarkinu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Grindavík/Njarðvík komst í góða stöðu þegar Danai Kaldaridou skoraði úr vítaspyrnu. Tinna Hrönn Einarsdóttir fékk vítaspyrnuna þegar hún var tekin niður í teignum.

HK kom sér ekki inn í leikinn aftur og sigur heimakvenna staðreynd. Ása Björg Einarsdóttir innsiglaði sigur heimakvenna og Grindavík/Njarðvík tryggði sér þar með sæti í Bestu deildinni næsta sumar.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 18 16 1 1 78 - 15 +63 49
2.    Grindavík/Njarðvík 18 12 2 4 43 - 22 +21 38
3.    HK 18 12 1 5 49 - 29 +20 37
4.    Grótta 18 12 1 5 38 - 25 +13 37
5.    KR 18 9 1 8 45 - 43 +2 28
6.    Haukar 18 7 1 10 28 - 44 -16 22
7.    ÍA 18 6 3 9 26 - 36 -10 21
8.    Keflavík 18 4 4 10 23 - 30 -7 16
9.    Fylkir 18 2 2 14 21 - 58 -37 8
10.    Afturelding 18 2 0 16 12 - 61 -49 6
Athugasemdir
banner
banner