
„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við sköpum okkur mikið af færum, mikið af hálf færum og góðar stöður sem við hefðum átt að nýta okkur betur. Svo fáum við þarna tvö mörk á okkur, þetta er mjög svekkjandi en svona er þetta bara.“ sagði Hlynur Freyr Karlsson, fyrirliði U21 landsliðs Íslands, eftir 2-1 tap gegn Færeyjum í dag.
Lestu um leikinn: Ísland U21 1 - 2 Færeyjar U21
Var seinni hálfleikurinn betri hjá Íslandi að þínu mati eða var það bara of lítið of seint?
„Í fyrri hálfleik vorum við alltof hægir á boltanum, of margar snertingar og vorum ekki að láta boltann fljóta nógu hratt. Það var aðallega það fannst mér. Mér fannst við gera það betur í seinni hálfleik, sköpuðum fleiri færi og sénsa. Við vorum bara betri í seinni hálfleik en í fyrri.“
Fannst þér við eiga meira skilið úr þessum leik en það sem við fengum?
„Já að sjálfsögðu áttum við meira skilið en þetta er fótbolti. Þeir setja leikinn vel upp og eru drullu þéttir til baka. Bara gríðarlega svekkjandi, það er ekki hægt að segja að maður eigi eitthvað í fótbolta við verðum að sýna í hvað okkur býr og vinna leiki.“
Þetta hlýtur samt að vera gífurlega svekkjandi að tapa þessum leik og hvað þá á heimavelli.
„Það er náttúrulega mjög svekkjandi. En við mætum bara trylltir í næsta leik og verðum klárir í Eistana.“
Hvað þarf liðið að gera til þess að fara að byrja vinna leiki?
„Við þurfum að þjappa okkur saman, allur hópurinn. Svo þurfum við bara að einbeita okkur að næsta verkefni, það er ekkert flóknara en það.“
Viðtalið við Hlyn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir