Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 21:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Mbappe skoraði í sigri Frakka - Dembele meiddist
Mynd: EPA
Ísland er á toppi D riðils í undankeppni HM 2026 eftir stórsigur á Aserbaísjan í kvöld. Frakkland er í 2. sæti en liðið lagði Úkrainu á útivelli.

Frakkar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en eina markið í fyrri hálfleiknum kom eftir tíu mínútna leik þegar Bradley Barcola sendi boltann út í teiginn á Michael Olise sem skoraði.

Kylian Mbappe tryggði liðinu sigurinn þegar hann skoraði eftir langa sendingu fram völlinn frá Aurelien Tchouameni.

Það voru hins vegar slæmar fréttir fyrir Frakka að Ousmane Dembele þurfti að fara af velli undir lok leiksins vegna meiðsla en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik.

Ísland heimsækir Frakkland í næsta leik á þriðjudaginn. Þá fer Úkraína í heimsókn til Aserbaísjan.

Ítalía vann stórsigur á Eistlandi í I riðli og Ísrael vann öruggan sigur á Moldóvu. Noregur sat hjá en Noregur er á toppnum með 12 stig eftir fjóra leiki, Ísrael í 2. sæti með níu stig, Ítalia í 3. sætii með sex stgi eftir þrjá leiki, Eisland með þrjú stig en Moldóva án stiga.

Danmörk og Skotland gerðu markalaust jafntefli i fyrstu umferð C riðils. Grikkland vann stórsigur á Belarús.

Króatía vann nauman sigur á Færeyjum og Tékkland lagði Svartfjallaland. Tékkar eru á toppi L riðils með 12 stig eftir fimm umferðir. Króatía með 9 stig eftir þrjár umferðir, Svartfjallaland með sex stig eftir fjórar umferðir, Færeyjar þrjú stig eftir fjórar umferðir og Gíbraltar án stiga.

Anthony Elanga skoraði og Viktor Gyökeres lagði upp í 2-2 jafntefli Svíþjóðar gegn Slóveníu í fyrstu umferð í B riðli. Sviss vann öruggan sigur á Kósovó.

Slóvenía 2 - 2 Svíþjóð
0-1 Anthony Elanga ('18 )
1-1 Sandi Lovric ('46 )
1-2 Yasin Ayari ('73 )
2-2 Zan Vipotnik ('90 )

Sviss 4 - 0 Kósovó
1-0 Manuel Akanji ('22 )
2-0 Breel Embolo ('25 )
3-0 Silvan Widmer ('39 )
4-0 Breel Embolo ('45 )

Grikkland 5 - 1 Belarús
1-0 Konstantinos Karetsas ('3 )
2-0 Vangelis Pavlidis ('17 )
3-0 Anastasios Bakasetas ('21 )
4-0 Dimitrios Kourbelis ('36 )
5-0 Christos Tzolis ('63 )
5-1 German Barkovskiy ('72 , víti)

Moldóva 0 - 4 Ísrael
0-1 Dor Peretz ('15 )
0-2 Manor Solomon ('35 )
0-3 Thai Baribo ('59 )
0-4 Oscar Gloukh ('77 )

Svartfjallaland 0 - 2 Tékkland
0-1 Lukas Cerv ('3 )
0-2 Vaclav Cerny ('90 )

Danmörk 0 - 0 Skotland

Úkraína 0 - 2 Frakkland
0-1 Michael Olise ('10 )
0-2 Kylian Mbappe ('82 )

Ítalía 5 - 0 Eistland
1-0 Moise Kean ('58 )
2-0 Mateo Retegui ('69 )
3-0 Giacomo Raspadori ('71 )
4-0 Mateo Retegui ('89 )
5-0 Alessandro Bastoni ('90 )

Færeyjar 0 - 1 Króatía
0-1 Andrej Kramaric ('31 )
Athugasemdir