Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Postecoglou orðaður við Leverkusen
Mynd: EPA
Ange Postecoglou er á blaði hjá þýska félaginu Bayer Leverkusen en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Postecoglou var látinn taka poka sinn í vor eftir að hafa gert Tottenham að Evrópudeildarmeisturum og um leið tryggt Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð.

Það var ekki nóg til að halda starfinu eftir arfaslakan árangur í ensku úrvalsdeildinni og taldi stjórn Tottenham að best væri fyrir alla aðila ef leiðir myndu skiljast.

Thomas Frank var ráðinn í hans stað, en Postecoglou er enn án félags.

Hann gæti verið að snúa aftur í þjálfun. Þýska félagið Bayer Leverkusen er í leit að þjálfara eftir að hafa rekið Erik ten Hag eftir aðeins tvo leiki og þá er Fenerbahce einnig að leita að nýjum manni í brúna eftir að hafa látið Jose Mourinho fara.

Félögin munu nýta landsleikjagluggann til þess að finna arftaka en Postecoglou er nafn sem er mjög ofarlega á lista hjá báðum félögum.
Athugasemdir
banner