Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
   mið 03. september 2025 13:30
Kári Snorrason
Vardy liðsfélagi afkomanda Mussolini
Mynd: Cremonese
Jamie Vardy samdi í gær við ítalska liðið Cremonese, þar sem hann verður samherji Romano Floriani Mussolini.

Langafi Romano er þó þekktari en frambærilegi knattspyrnumaðurinn. Þar er um að ræða Benito Mussolini, fyrrum einræðisherra Ítalíu.

Romano, sem er gjarnan kallaður Mussolini Jr. af ítölskum fjölmiðlum, er fæddur árið 2003 og leikur, ótrúlegt en satt, á hægri vængnum.

Romano ber tvö ættarnöfn, að beiðni móður sinnar sem vildi tryggja að Mussolini-nafnið hyrfi ekki úr ættinni þegar hann var skírður.

Vængmaðurinn er samningsbundinn Lazio, en er að láni hjá nýliðunum Cremonese.

Nýliðarnir fara virkilega vel af stað. Liðið hefur unnið báða leiki sína til þessa, en Romano hefur einungis komið við sögu í átta mínútur í deildinni á nýhöfnu tímabili.

Vardy skrifaði undir eins árs samning en samningurinn verður framlengdur ef Cremonese heldur sér uppi í Seriu A.

Athugasemdir
banner