Þýskaland tapaði gegn Slóvakíu í fyrsta leik liðanna í A riðli í undankeppni HM 2026 í kvöld.
Þetta var sögulegt tap því þetta var fyrsta tap liðsins á útivelli í sögu undankeppninnar. Liðið hafði unnið 83 leiki, gert 18 jafntefli og tapað aðeins þremur leikjum fyrir leik kvöldsins.
Töpin voru öll á heimavelli. 0-1 gegn Portúgal árið 1985, 1-5 gegn Englandi árið 2001 og 1-2 gegn Norður-Makedóníu árið 2021. Julian Nagelsmann, þjálfari Þýskalands, var að vonum ekki sáttur í leikslok.
Þetta var sögulegt tap því þetta var fyrsta tap liðsins á útivelli í sögu undankeppninnar. Liðið hafði unnið 83 leiki, gert 18 jafntefli og tapað aðeins þremur leikjum fyrir leik kvöldsins.
Töpin voru öll á heimavelli. 0-1 gegn Portúgal árið 1985, 1-5 gegn Englandi árið 2001 og 1-2 gegn Norður-Makedóníu árið 2021. Julian Nagelsmann, þjálfari Þýskalands, var að vonum ekki sáttur í leikslok.
„Við sýndum ekki neinar tilfinningar í leik okkar í dag. Hvað það varðar voru andstæðingarnir langt á undan okkur. Við viljum komast á HM en við erum langt frá því í dag," sagði Nagelsmann.
„Ég vil sjá tilfinningar. Við völdum okkar bestu menn en kannski þurfum við að hugsa minnna um gæði en meira á leikmenn sem vilja gefa allt í þetta."
„Ég treysti liðinu mínu en þeir verða að skilja að það er ekki nóg að vera betri leikmaður en andstæðingurinn ef þú sýnir ekki villja. Þú nærð ekki í úrslit með handbremsuna á,"
Athugasemdir