Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 13:05
Elvar Geir Magnússon
Búist við sex þúsund áhorfendum
Icelandair
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli annað kvöld, í sínum fyrsta leik í undankeppni HM.

Ómar Smárason, yfirmaður samskiptadeildar KSÍ, greindi frá því á fréttamannafundi í dag að búist sé við um 6.000 áhorfendum á leikinn. 1.800 mótsmiðar hafi verið seldir.

Smelltu hér til að fara á miðasöluvef KSÍ

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari sagði á fundinum að allir í íslenska hópnum væru hrikalega ferskir.

„Æfingarnar hafa verið stórkostlegar og völlurinn geggjaður. Mér finnst spennustigið vera rétt og ég hef rosalega góða tilfinningu fyrir þessum leik," sagði Arnar.

Leikurinn á morgun verður fyrsti leikur karlalandsliðsins á nýja hybrid vellinum. Hákon Arnar Haraldsson sagði á fundinum að hann væri samanburðarhæfur við bestu vallarfleti Evrópu í dag.

Leikur Íslands og Aserbaídsjan hefst 18:45 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Hópurinn
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 7 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir
Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Logi Tómasson - Samsunspor - 10 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 21 leikur, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE - 24 leikir
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F. C. - 59 leikir, 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 50 leikir, 3 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 5 leikir
Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan
Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 35 leikir, 4 mörk
Þórir Jóhann Helgason - U. S. Lecce - 19 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 30 leikir, 1 mark
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 22 leikir, 3 mörk
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 41 leikur, 10 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 4 leikir
Willum Þór Willumsson - Birmingham City F. C. - 18 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 46 leikir, 6 mörk
Mikael Neville Anderson - Djurgårdens IF Fotboll - 33 leikir, 2 mörk
Sævar Atli Magnússon - SK Brann - 6 leikir
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 34 leikir, 9 mörk
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF
Hjörtur Hermannsson (Volos, 29 A-landsleikir, 1 mark)
Brynjólfur Willumsson (Groningen, 2 A-landsleikir, 1 mark)

Athugasemdir