Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 20:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir 
Sjáðu mörkin: Sýning á Laugardalsvelli
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eftir krefjandi fyrri hálfleik er Ísland með sýningu í seinni hálfleik á Laugardalsvelli gegn Aserbaísjan í undankeppni HM 2026.

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik eftir að Guðlaugur Victor Pálsson kom liðinu yfir í blálok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Aserbaídsjan

Albert Guðmundsson bætti síðan við fjórða markiinu en þurfti því miður að fara af velli vegna meiðsla í kjölfarið.

„Íslenska liðið spilar vel í gegnum vörn gestanna. Hákon gefur á Albert sem leggur boltann fyrir sig og hamrar boltanum í netið!" Skrifaði Kári Snorrrason í textalýsinguna.

Veislunni er ekki lokið því Kristian Hlynsson skoraði fimmta markið, hans fyrsta landsliðsmark, beint úr aukaspyrnu frá kantinum.

„Tekur aukaspyrnu utarlega á vellinum, boltinn í gegnum allan pakkann og í netið. Ísland er að valta yfir Aserbaídsjan! Spurning hvort að Daníel Leó hafi komið við boltann, en ómögulegt að sjá það." Skrifaði Kári í textalýsinguna.



Sjáðu markið hjá Kristian

Athugasemdir
banner
banner