Patrick Pedersen varð markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafii í sumar þegar hann skoraði 132. mark sitt gegn ÍA fyrir mánuði síðan. Hann bætti met Tryggva Guðmundssonar.
Mörkin eru orðin 134 en það er því miður ljóst að þau verða ekki fleiri í sumar þar sem hann er fjarverandi vegna meiðsla sem hann varð fyrir í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Vestra.
Mörkin eru orðin 134 en það er því miður ljóst að þau verða ekki fleiri í sumar þar sem hann er fjarverandi vegna meiðsla sem hann varð fyrir í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Vestra.
Epicbet verðlaunaði hann fyrir markakóngstitilinn í dag. Epicbet fékk Róbert Michelsen úrsmið til að veita honum gkæsilegt Tudor Black Bay úr með rauða litnum sem endurspeglar Val og Danmörku.
„Patrick er glæsilegur fulltrúi fótboltans. Fer áfram af hógværð og virðingu en hefur hið nauðsynlega drápseðli framherjans. Patrick, strákur fá Hirtshals í Jótlandi er sá fyrsti til að hljóta Epic verðlaun," segir í tilkynningu frá Epicbet.
„05.08.2025. Patrick Pedersen. Markahæstur frá upphafi," er áletrað á úrið.
Athugasemdir