Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 12:20
Elvar Geir Magnússon
Stones hefur yfirgefið herbúðir Englands
Stones í baráttu við Dembele.
Stones í baráttu við Dembele.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn John Stones hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum og verður ekki með liðinu ú komandi leikjum í undankeppni HM.

Thomas Tuchel landsliðsþjálfari Englands segir að hann vilji ekki taka neina áhættu með Stones sem er að glíma við vöðvameiðsli.

Þessi 31 árs leikmaður hefur byrjað alla þrjá leiki Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Marc Guehi, Dan Burn, Ezri Konsa og Jarell Quansah eru miðverðirnir sem eru eftir í hópnum.

England mætir Andorra á Villa Park á laugardaginn og ferðast svo til Serbíu og mætir heimamönnum á þriðjudag.
Athugasemdir