Hamrarnir urðu Utandeildarmeistarar og tryggðu sér upp í 5. deild eftir 9-1 sigur á Boltafélagi Norðfjarðar á laugardag. Knattspyrnufélag Breiðholts, KB, fylgir Hömrunum upp í 5. deild.
Þá sat Afríka eftir í þriðja sæti með sárt ennið, þeir enduðu tímabilið aðeins einu stigi frá KB ásamt því að vera með betri markatölu.
Markahæsti leikmaður deildarinnar kom úr röðum Afríku. Cristian Andres Catano afrekaði það að skora 23 mörk í ellefu leikjum. Markahrókurinn skoraði ellefu mörkum meira en næsti maður.
Sjö félög leika í utandeildarkeppni KSÍ, en er þetta fyrsta tímabilið sem keppt er í deildinni.
Utandeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Hamrarnir | 12 | 10 | 1 | 1 | 67 - 11 | +56 | 31 |
2. KB | 12 | 9 | 1 | 2 | 31 - 16 | +15 | 28 |
3. Afríka | 12 | 9 | 0 | 3 | 39 - 22 | +17 | 27 |
4. Boltaf. Norðfj. | 12 | 4 | 0 | 8 | 20 - 42 | -22 | 12 |
5. Fálkar | 12 | 3 | 0 | 9 | 17 - 35 | -18 | 9 |
6. Neisti D. | 11 | 3 | 0 | 8 | 17 - 42 | -25 | 9 |
7. Einherji | 11 | 2 | 0 | 9 | 14 - 37 | -23 | 6 |
Athugasemdir