Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sesko: Enska deildin er sú besta í heimi
Mynd: Manchester United
Benjamin Sesko, framherji Man Utd, hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabilsins.

Sesko gekk til liðs við Man Utd í sumar frá Leipzig en hann hefur byrjað á bekknum í öllum deildarleikjunum og á eftir að skora. Hann spilaði allan leikinn í tapi gegn Grimsby í enska deildabikarnum.

Hann er í landsliðshópi Slóveníu um þessar mundir en hann tjáði sig um byrjunina hjá Man Utd.

„Gæðin eru klárlega mikið meiri. Liðsfélagarnir eru líka betri. Enska deildin er sú besta í heiminum," sagði Sesko.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi leikjum, ég er að verða betri og hraðari á hverri æfingu. Ég vildi fara til Englands og óskin er orðin að veruleika."
Athugasemdir