Gianluca Scamacca hefur neyðst til að draga sig úr ítalska landsliðshópnum en meiðsli í hné eru enn að plaga hann.
Scamacca, sem spilar fyrir Atalanta og er fyrrum leikmaður West Ham, var meðal 28 leikmanna sem Gennaro Gattuso landsliðsþjálfari Ítalíu valdi í hóp sinn.
Scamacca, sem spilar fyrir Atalanta og er fyrrum leikmaður West Ham, var meðal 28 leikmanna sem Gennaro Gattuso landsliðsþjálfari Ítalíu valdi í hóp sinn.
Hann var á meiðslalistanum stærstan hluta síðasta tímabils og finnur enn fyrir þeim meiðslum. Hann hefur nú snúið aftur til Atalanta í frekari skoðun og meðhöndlun.
Ítalía mætir Eistlandi annað kvöld og Ísrael í komandi viku. Ítalska liðið er með þrjú stig í riðlinum eftir tvo leiki.
Athugasemdir