Franski miðvörðurinn Kurt Zouma hefur samið um að leika með rúmenska félaginu CFR Cluj næstu tvö árin.
Samningur Zouma við West Ham rann út fyrr í sumar og hefur tekið hann dágóðan tíma að finna sér nýtt félag.
Zouma er þrítugur og með þokkalega ferilskrá en hann lék með Chelsea í sjö ár þar sem hann varð enskur meistari tvisvar og lyfti þá Meistaradeildarbikarnum einu sinni.
Hann lék með Jóhanni Berg Guðmundssyni hjá Al Orubah í Sádi-Arabíu á síðasta tímabili á láni frá West Ham en er nú kominn til Rúmeníu.
Frakkinn hefur samið við CFR Cluj sem er eitt sigursælasta lið Rúmeníu á þessari öld. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á að framlengja um tvö ár til viðbótar.
Rúnar Már Sigurjónsson lék tvö tímabil með Cluj frá 2021 til 2022 þar sem hann skoraði 8 mörk í 38 leikjum. Hann fór þaðan til Voluntari áður en hann hélt aftur heim og samdi við ÍA.
CFR Cluj ???? with the coup of the year?
— Romanian Football (@RoFtbl) September 3, 2025
30yo centre-back Kurt Zouma ???????? joins the Transylvanians on a 2-year contract with the option to extend for 2 more
The transfer of the former Prem and CL winner with Chelsea was facilitated by the new sporting director, Mikael Silvestre pic.twitter.com/quFfzGUio9
Athugasemdir