Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Zouma í rúmensku deildina (Staðfest)
Mynd: CFR Cluj
Franski miðvörðurinn Kurt Zouma hefur samið um að leika með rúmenska félaginu CFR Cluj næstu tvö árin.

Samningur Zouma við West Ham rann út fyrr í sumar og hefur tekið hann dágóðan tíma að finna sér nýtt félag.

Zouma er þrítugur og með þokkalega ferilskrá en hann lék með Chelsea í sjö ár þar sem hann varð enskur meistari tvisvar og lyfti þá Meistaradeildarbikarnum einu sinni.

Hann lék með Jóhanni Berg Guðmundssyni hjá Al Orubah í Sádi-Arabíu á síðasta tímabili á láni frá West Ham en er nú kominn til Rúmeníu.

Frakkinn hefur samið við CFR Cluj sem er eitt sigursælasta lið Rúmeníu á þessari öld. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á að framlengja um tvö ár til viðbótar.

Rúnar Már Sigurjónsson lék tvö tímabil með Cluj frá 2021 til 2022 þar sem hann skoraði 8 mörk í 38 leikjum. Hann fór þaðan til Voluntari áður en hann hélt aftur heim og samdi við ÍA.


Athugasemdir