
Víkingur vann 3-2 sigur gegn Val í 16.umferð Bestu deild kvenna sem fór fram í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Einar Guðnason, þjálfara Víkings, eftir leikinn.
„Ótrúlega ánægður með þetta. Gríðarlega sterkur og mikilvægur sigur fyrir okkur hvort sem við erum að hugsa um þessa fallbaráttu eða komast upp í efri hlutann," sagði Einar.
Einar Guðnason tók við liði Víkings fyrr í sumar af John Andrews sem lét af störfum og Einar hefur gert góða hluti.
„Já, auðvitað er eitthvað sem við hefðum getað gert betur það er aðallega liðið sem hefur staðið sig gríðarlega vel svo erum við með ótrúlega flott teymi í kringum liðið."
Víkingur hafa verið á fínu skriði og unnið þrjá leiki af síðustu fimm. Víkingur mætir FH næst í Hafnarfirðinum.
„Þurfum að halda áfram að vinna á æfingasvæðinu, á vellinum og vinna fyrir hvora aðra og hafa trú á þessu."
Athugasemdir