Chelsea hefur lánað enska miðjumanninn Kiano Dyer til hollenska félagsins Volendam út tímabilið.
Dyer er 18 ára gamall og þreytti frumraun sína með aðalliði Chelsea gegn Astana í Sambandsdeildinni á síðustu leiktíð.
Hann hefur verið fastamaður í U21 árs liði Chelsea og spilað 46 leiki, en Chelsea taldi nú rétta tímann fyrir hann til að fá að spila reglulega í meistaraflokksfótbolta.
Dyer skrifaði undir nýjan samning við Chelsea áður en hann var lánaður til hollenska úrvalsdeildarfélagsins Volendam út leiktíðina.
Englendingurinn á 40 leiki að baki með unglingalandsliðum Englands og greinilega mikið í hann spunnið.
Athugasemdir