Josh Brownhill, fyrrum fyrirliði Burnley, er að ganga í raðir Al-Shabab í Sádi-Arabíu. Miðjumaðurinn hefur samþykkt tveggja ára samning.
Brownhill yfirgaf Burnley eftir síðasta tímabil. Brentford, Wolves, Leicester og West Ham höfðu áhuga á að fá hann en hann ákvað að velja peningana á Arabíuskaganum.
Hjá Al-Shabab mun hann spila með belgíska landsliðsmanninum Yannick Carrasco og Wesley Hoedt, fyrrum varnarmanni Southampton og Watford.
Brownhill yfirgaf Burnley eftir síðasta tímabil. Brentford, Wolves, Leicester og West Ham höfðu áhuga á að fá hann en hann ákvað að velja peningana á Arabíuskaganum.
Hjá Al-Shabab mun hann spila með belgíska landsliðsmanninum Yannick Carrasco og Wesley Hoedt, fyrrum varnarmanni Southampton og Watford.
Imanol Alguacil, fyrrum stjóri Real Sociedad, heldur um stjórnartaumana hjá Al-Shabab en liðið tapaði 4-1 í fyrstu umferð deildarinnar fyrir Al-Khaleej.
Brownhill er 29 ára og var fimm ár hjá Burnley. Hann skoraði 18 mörk á síðasta tímabili þegar Burnley endaði í öðru sæti Championship-deildarinnar og endurheimti sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir