
Víkingur vann þriðja leik sinn í röð í Bestu deild kvenna þegar liðið fékk Val í heimsókn.
Shaina Ashouri kom Víkingi yfir strax í upphafi leiks þegar hún skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.
Shaina Ashouri kom Víkingi yfir strax í upphafi leiks þegar hún skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.
Þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks átti Jordyn Rhoads skot sem Eva Ýr Helgadóttir í marki Víkings varði vel. Stuttu síðar bætti Shaina við sínu öðru marki og öðru marki Víkings. Staðan 2-0 í hálfleik.
Eftir klukkutíma leik komust Valskonur inn í leikinn þegar Fanndís Friðriksdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr hornspyrnu.
Víkingur náði aftur tveggja marka forystu þegar fyrirgjöf frá Emmau Steinsen Jónsdóttur hafnaði í netinu. Strax í næstu sókn minnkuðu Valskonur muninn þegar Jordyn skoraði.
Valskonur komu síðan boltanum í netið í þriðja sinn en markið dæmt af. Nær komust þær ekki og sigur Víkings staðreynd.
Það var markalaust í hálfleik á Sauðárkróki þar sem Tindastóll fékk Fram í heimsókn. Gestirnir óðu í færum undir lok fyrri hálfleiksins en Genevieve Jae Crenshaw í marki Tindastóls átti frábæran leik.
Tindastóll komst yfir eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik þegar Makala Woods kom boltanum í netið. Það reyndist sigurmarkið, gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Tindastól.
Víkingur er komið upp í efri hlutann í 6. sæti með 19 stig, jafn mörg stig og Stjarnan en Víkingur er með betri markatölu. Valur er áfram í 4. sæti með 24 stig, þremur stigum á undan Þór/KA sem á leik til góða. Tindastóll er áfram í fallsæti með 17 stig, aðeins stigi á eftir Fram.
Tindastóll 1 - 0 Fram
1-0 Makala Woods ('55 )
Lestu um leikinn
Víkingur R. 3 - 2 Valur
1-0 Shaina Faiena Ashouri ('2 )
2-0 Shaina Faiena Ashouri ('42 )
2-1 Fanndís Friðriksdóttir ('60 )
3-1 Emma Steinsen Jónsdóttir ('70 )
3-2 Jordyn Rhodes ('71 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 16 | 14 | 1 | 1 | 63 - 12 | +51 | 43 |
2. FH | 16 | 11 | 2 | 3 | 39 - 19 | +20 | 35 |
3. Þróttur R. | 15 | 9 | 2 | 4 | 27 - 18 | +9 | 29 |
4. Valur | 16 | 7 | 3 | 6 | 24 - 24 | 0 | 24 |
5. Þór/KA | 15 | 7 | 0 | 8 | 28 - 27 | +1 | 21 |
6. Víkingur R. | 16 | 6 | 1 | 9 | 34 - 38 | -4 | 19 |
7. Stjarnan | 15 | 6 | 1 | 8 | 22 - 30 | -8 | 19 |
8. Fram | 16 | 6 | 0 | 10 | 22 - 40 | -18 | 18 |
9. Tindastóll | 16 | 5 | 2 | 9 | 20 - 34 | -14 | 17 |
10. FHL | 15 | 1 | 0 | 14 | 8 - 45 | -37 | 3 |
Athugasemdir