Diogo Dalot hefur dregið sig úr portúgalska landsliðshópnum vegna meiðsla.
Þessi 26 ára gamli leikmaður Man Utd var valinn í hópinn fyrir leiki Portúgals gegn Armeníu á morgun og Ungverjalandi á þriðjudaginn í undankeppni HM.
Þessi 26 ára gamli leikmaður Man Utd var valinn í hópinn fyrir leiki Portúgals gegn Armeníu á morgun og Ungverjalandi á þriðjudaginn í undankeppni HM.
Hann mun fara í skoðun hjá læknateymi Man Utd á næstu dögum. Man Utd heimsækir Man City í fyrsta leik eftir landsleikjahlé þann 14. september.
Þá dró Matheus Cunha sig úr landsliðshópi Brasilíu á dögunum.
Athugasemdir