
Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
1-0 Guðlaugur Victor Pálsson ('45 )
2-0 Ísak Bergmann Jóhannesson ('47 )
3-0 Ísak Bergmann Jóhannesson ('56 )
4-0 Albert Guðmundsson ('66 )
5-0 Kristian Hlynsson ('73 )
Lestu um leikinn
Íslenska landsliðið hóf undankeppni HM 2026 í kvöld með veislu á Laugardalsvelli.
Andstæðingurinn var Aserbaísjan en það var gerð krafa á öruggan sigur og það varð raunin.
1-0 Guðlaugur Victor Pálsson ('45 )
2-0 Ísak Bergmann Jóhannesson ('47 )
3-0 Ísak Bergmann Jóhannesson ('56 )
4-0 Albert Guðmundsson ('66 )
5-0 Kristian Hlynsson ('73 )
Lestu um leikinn
Íslenska landsliðið hóf undankeppni HM 2026 í kvöld með veislu á Laugardalsvelli.
Andstæðingurinn var Aserbaísjan en það var gerð krafa á öruggan sigur og það varð raunin.
Ísland stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleik en það gekk illa að brjóta Aserbaísjan á bak aftur. Það tókst þó í blálokin á fyrri hálfleik.
Albert Guðmundsson tók hornspyrnu og Guðlaugur Victor Pálsson skallaði boltann í netið.
Íslendingar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik. Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru markinu við strax í upphafi þegar hann fylgdi á eftir skoti frá Jóni Degi Þosteinssyni sem markvörður Aserbaísjan varði.
Ísak var aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann skoraði sitt annað mark og þriðja mark Íslands eftir stórkostlega sókn.
Albert Guðmundsson bætti fjórða markinu við þegar hann hamraði boltanum í netið úr teignum. Hann meiddist því miður um leið og þurfti að fara af velli.
Kristian Hlynsson kom inn á í hans stað og hann átti fyrirgjöf úr aukaspyrnu og boltinn hafnaði í netinu. Hann innsiglaði frábæran siigur liðsins. Stórkostleg byrjun hjá íslenska liðinu í undankeppninni.
Athugasemdir