Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise
Powerade
Harry Maguire varnarmaður Manchester United.
Harry Maguire varnarmaður Manchester United.
Mynd: EPA
Liverpool horfir til Michael Olise.
Liverpool horfir til Michael Olise.
Mynd: EPA
Powerade slúðurpakkinn heldur áfram að koma með forvitnilegar fréttir úr heimi fótboltans, og margt áhugavert á leikmannamarkaðnum. Margir blóta landsleikjahlénu en slúðrið tekur sér aldrei frí.

Harry Maguire (32), varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur vakið áhuga tveggja félaga í Sádi-arabísku deildinni. Maguire gæti íhugað að fara þangað eftir þetta tímabil. (Sun)

Formaður Crystal Palace, Steve Parish, átti persónulegt samtal við enska landsliðsmanninn Marc Guehi (25) og fjölskyldu hans eftir að skipti hans til Liverpool urðu ekki að veruleika. (Mirror)

Liverpool er að skoða möguleikann á því að fá Guehi í janúar og hefur einnig áhuga á Michael Olise (23), framherja Bayern München og franska landsliðsins, sem langtíma arftaka egypska leikmannsins Mohamed Salah (33). (Mail)

Bayern München hefur einnig áhuga á Guehi, og bæði Real Madrid og Barcelona fylgjast með stöðunni. (Express)

Cody Gakpo (26), vængmaður Liverpool og hollenska landsliðsins, segir að Bayern München hafi sýnt honum áhuga áður en þýska félagið fékk Luis Diaz (28) frá Liverpool. (ESPN)

Manchester United reyndi að fá enska miðjumanninn Conor Gallagher (25) frá Atletico Madrid í lok sumargluggans, en spænska félagið hafnaði þeirri tilraun. (Fabrizio Romano)

Tottenham spurðist fyrir um franska framherjann Jean-Philippe Mateta (28) frá Crystal Palace á lokadegi gluggans. (Sky Sports)

Liverpool, Tottenham og Newcastle skoða möguleikann á því að fá hollenska varnarmanninn Jan Paul van Hecke (25) frá Brighton á næsta ári. (Teamtalk)

Juventus er að íhuga að framlengja samning við serbneska framherjann Dusan Vlahovic (25), en samningur hans rennur út næsta sumar. Frá og með janúar getur hann samið við önnur félög. (La Gazzetta dello Sport)

Manchester United mun íhuga tilboð frá félögum í Sádi-Arabíu og Tyrklandi í tyrkneska markvörðinn Altay Bayindir (27) og kamerúnska markvörðinn Andre Onana (29). (Sun)

Mónakó hafnaði tilboði frá AC Milan í þýska varnarmanninn Thilo Kehrer (28) í lok gluggans. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner