Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Íhugar að leggja skóna á hilluna
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn Samuel Umtiti er alvarlega að íhuga leggja skóna á hilluna eftir stanslaus meiðslavandræði síðustu ár.

Umtiti var eitt sinn talinn einn mest spennandi varnarmaður heims þegar hann var búinn að spila stóra rullu hjá Lyon.

Sumarið 2016 var hann keyptur til Barcelona en lék aðeins 133 leiki á sjö árum sínum þar. Meiðslavandræðin fóru að gera vart við sig á þriðja tímabili hans hjá Börsungum og hefur hann síðan þá verið reglulega á meiðslalistanum.

Frakkinn gerði tveggja ára samning við Lille árið 2023 og vonaðist eftir endurnýjun lífdaga, en svo var ekki. Á þessum tveimur árum spilaði hann þrettán leiki og er nú án félags.

Umtiti er orðinn þreyttur á endalausu meiðsla veseni og er nú alvarlega að íhuga að kalla þetta gott. L'Equipe segir að Umtiti muni taka endanlega ákvörðun fyrir 10. september.

Hann yrði annar varnarmaðurinn úr HM-sigurliði Frakka frá 2018 sem leggur skóna á hilluna rétt eftir þrítugt á eftir Raphael Varane sem hætti á síðasta ári aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa samið við Como.
Athugasemdir
banner
banner