Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 15:52
Kári Snorrason
Hulda Ösp spáir í 16. umferð Bestu kvenna
Hulda Ösp spáir sínum gömlu félögum í Víking sigri í kvöld.
Hulda Ösp spáir sínum gömlu félögum í Víking sigri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Stefán Jónsson, þjálfari, var með einn leik réttan þegar hann spáði í síðustu umferð Bestu-deildar kvenna.

Í kvöld er leikið í 16. umferð deildarinnar og er það Hulda Ösp Ágústsdóttir, markahæsti leikmaður Gróttu í Lengjudeildinni, sem spáir í spilin að þessu sinni.

Tindastóll 2-0 Fram (18:00 í kvöld)
Krókurinn gefst ekki upp. Þær ætla að halda sér uppi í þessari deild. Ferðalög fyrir lið í bænum geta reynst erfið þegar líður á sumrin. Þægilegur sigur hjá Tindastól í mikilvægum leik.

Víkingur 3-1 Valur (18:00 í kvöld)
Mikill uppgangur hjá Víking þessa dagana. Þetta verður öruggur sigur. Víkingar komast í 3-0 með mörkum frá Bergdísi, Lindu og Dagný. Valur klórar í bakkann en heimavöllur hamingjunnar skilar alltaf sigri.

Breiðablik 3-1 FH (19:15 í kvöld)
Blikar lenda 1-0 undir snemma leiks en skora 2 mörk rétt fyrir hálfleik. FH-ingar liggja síðan á Blikunum í seinni hálfleik en koma ekki inn marki. Áslaug Munda tryggir sigurinn í lokinn.

Þór/KA 2-2 Stjarnan (16:00 á laugardag)
Bæði lið sigla lignan sjó í deildinni. Þetta verður skemmtilegur leikur og mikið af færum. Hulda Ósk jafnar leikinn á 90+7 fyrir Þór/KA.

Þróttur 4-0 FHL (14:00 á sunnudag)
Þægilegur sigur ekki mikið hægt að segja um þennan leik.

Fyrri spámenn
Adda Baldurs (5 réttir)
Guðmunda Brynja (4 réttir)
Margrét Lára (4 réttir)
Magnús Haukur (4 réttir)
Vigdís Lilja (4 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Katla Guðmunds (3 réttir)
Guðný Geirs (3 réttir)
Orri Rafn (3 réttir)
Guðrún Karitas (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 15 13 1 1 61 - 11 +50 40
2.    FH 15 11 2 2 38 - 17 +21 35
3.    Þróttur R. 15 9 2 4 27 - 18 +9 29
4.    Valur 15 7 3 5 22 - 21 +1 24
5.    Þór/KA 15 7 0 8 28 - 27 +1 21
6.    Stjarnan 15 6 1 8 22 - 30 -8 19
7.    Fram 15 6 0 9 22 - 39 -17 18
8.    Víkingur R. 15 5 1 9 31 - 36 -5 16
9.    Tindastóll 15 4 2 9 19 - 34 -15 14
10.    FHL 15 1 0 14 8 - 45 -37 3
Athugasemdir
banner