Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mitrovic rifti við Al-Hilal og er kominn til Katar (Staðfest)
Mynd: EPA
Serbneski framherjinn Alexandar Mitrovic er búinn að rifta samningi sínum við Al-Hilal í Sádi-Arabíu og er genginn til liðs við Al-Rayyan í Katar.

Mitrovic er þrítugur en hann gekk til liðs við Al-Hilal frá Fulham árið 2023 en hann skoraði 68 mörk og lagði upp 15 í 79 leikjum.

Hann var að berjast við meiðsli á síðustu leiktíð og kom ekki við sögu hjá liðinu á HM félagsliða. Hann féll niður goggunarröðina undir stjórn Simone Inzaghi eftir komu Darwin Nunez frá Liverpool í sumar.

Al-Rayyan er í 5. sæti með sex stig eftir þrjár umferðir í deildinni í Katar. Liðið hafnaði í 5. sæti á síðustu leiktíð.


Athugasemdir