Heimild: Bild
Erik ten Hag átti erfitt uppdráttar hjá þýska liðinu Bayer Leverkusen. Miklir samskiptaörðugleikar ríktu á milli Erik ten Hag, þjálfarateymis hans og leikmanna Bayer Leverkusen.
Hollenski þjálfarinn var rekinn frá Bayer Leverkusen á mánudag eftir einungis tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni.
Hollenski þjálfarinn var rekinn frá Bayer Leverkusen á mánudag eftir einungis tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni.
Þýski miðillinn Bild greinir frá að leikmenn hafi kvartað yfir skorti á leikskipulagi þar sem hugmyndir þjálfarans komu illa til skila.
Bild bætir við að leikmenn hafi velt fyrir sér hvers vegna armbeygjur virtust fá jafnmikla áherslu og hlaup og sendingar í löngum æfingum Ten Hag.
Fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Hoffenheim sleppti ten Hag því að halda ræðu áður en leikmenn gengu til vallar, sem kom leikmönnum og starfsliði félagsins mikið á óvart.
Þjálfarinn var rekinn í kjölfar 3-3 jafnteflis gegn Werder Bremen þar sem Leverkusen glötuðu niður tveggja marka forystu manni fleiri.
Athugasemdir