Lamine Yamal varð yngsti leikmaðurinn til að vinna stóra landsliðakeppni þegar Spánn vann EM 2024. Metið stóð í 358 daga áður en sóknarmiðjumaðurinn Gilberto Mora sló það.
Mora var 16 ára og 265 daga gamall þegar hann byrjaði fyrir Mexíkó í úrslitaleik Concacaf Gullbikarsins þar sem liðið vann Bandaríkin í júlí.
Mora var 16 ára og 265 daga gamall þegar hann byrjaði fyrir Mexíkó í úrslitaleik Concacaf Gullbikarsins þar sem liðið vann Bandaríkin í júlí.
Mora verður líklega eitt skærasta ungstirnið á HM á næsta ári, sem meðal annars fer fram í Mexíkó.
„Gil er bara 16 ára og er þegar farinn að keppa við menn á hæsta getustigi og farinn að hafa áhrif fyrir landslið sitt," segir Jorge Alberto, eigandi Tijuana sem er félagið sem Mora spilar fyrir.
„Að sjá leikmann alast upp hjá okkar félagi og eiga svona frammistöðu er sérstakt. Ég fyllist stolti, félagið er stolt og borgin líka. Hann er bara sextán ára en spilar af svo miklu öryggi og sjálfstrausti. Hann er óttalaus."
Sports Illustrated valdi Mora mann leiksins í sigri gegn Hondúras í undanúrslitum Gullbikarsins en þar átti hann mikilvæga sendingu á Raul Jimenez, leikmann Fulham, sem skoraði eina mark leiksins.
Mora lék sinn fyrsta leik í efstu deild Mexíkó, Liga MX, 15 ára og 308 daga gamall og varð yngsti leikmaður í sögu Tijuana. Í fyrsta leik varð hann yngsti leikmaðurinn til að eiga stoðsendingu í deildinni og tveimur vikum síðar varð hann yngsti markaskorari í sögu deildarinnar.
Í janúar varð hann yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir mexíkóska landsliðið. Háværar sögusagnir eru um áhuga Real Madrid á Mora en hans næsta stóra markmið snýr að HM; ekki bara að spila þar heldur láta til sín taka.
I have done this on Gilberto Mora. The youngest player to win a major senior national team tournament. https://t.co/YdnbJEifBW
— Simon Stone (@sistoney67) September 5, 2025
Athugasemdir