
Varnarmaðurinn William Saliba verður ekki með franska landsliðinu í þessum glugga en Frakkar mæta Úkraínu á morgun og taka svo á móti Íslandi á Prinsavöllum í París á þriðjudaginn.
Saliba meiddist snemma leiks þegar Arsenal tapaði gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Saliba meiddist snemma leiks þegar Arsenal tapaði gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Í tilkynningu frá franska fótboltasambandinu segir að Saliba sé að glíma við meiðsli á vinstri ökkla og að Benjamin Pavard, leikmaður Marseille, hafi verið kallaður upp í hópinn í hans stað.
Ísland tekur á móti Aserbaídsjan á morgun í fyrsta leik sínum í undankeppni HM og svo heldur liðið til Frakklands og mætir heimamönnum á þriðjudag. Langflestir búast við því að Frakkar muni vinna riðilinn.
Svona er franski hópurinn:
Markverðir: Mike Maignan (AC Milan), Lucas Chevalier (Paris Saint-Germain), Brice Samba (Rennes)
Varnarmenn: Dayot Upamecano (Bayern Munich), Malo Gusto (Chelsea), Lucas Hernandez (Paris Saint-Germain), Ibrahima Konate (Liverpool), Lucas Digne (Aston Villa), Jules Kounde (Barcelona), Theo Hernandez (Al Hilal), Benjamin Pavard (Olympique Marseille)
Miðjumenn: Manu Kone (AS Roma), Aurelien Tchouameni (Real Madrid), Desire Doue (Paris Saint-Germain), Khephren Thuram (Juventus), Adrien Rabiot (Olympique Marseille)
Framherjar: Bradley Barcola (Paris Saint-Germain), Marcus Thuram (Inter Milan), Michael Olise (Bayern Munich), Rayan Cherki (Man City), Ousmane Dembele (Paris Saint-Germain), Kylian Mbappe (Real Madrid), Maghnes Akliouche (Monaco).
Athugasemdir