
Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli annað kvöld, í sínum fyrsta leik í undankeppni HM. Ísland leikur síðan gegn Frökkum á Prinsavöllum í París á þriðjudag í næstu viku. Fjórða liðið í riðlinum er svo Úkraína.
Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur. Ísland setur stefnuna á annað sæti í riðlinum og lykilatriði í að ná því markmiði er að vinna Asera á heimavelli. Sigurliðið í riðlinum, sem allir búast við að verði Frakkland, fer beint á HM en liðið sem endar í öðru sæti kemst í umspil.
Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti og búast veðbankar við öruggum sigri Íslands. Aserbaídsjan hefur ekki unnið mótsleik síðan 2023 og hefur ekkert náð að rétta úr kútnum síðan Fernando Santos tók við liðinu. Liðið er án sigurs í tíu leikjum undir hans stjórn.
Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur. Ísland setur stefnuna á annað sæti í riðlinum og lykilatriði í að ná því markmiði er að vinna Asera á heimavelli. Sigurliðið í riðlinum, sem allir búast við að verði Frakkland, fer beint á HM en liðið sem endar í öðru sæti kemst í umspil.
Aserbaídsjan er í 122. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 74. sæti og búast veðbankar við öruggum sigri Íslands. Aserbaídsjan hefur ekki unnið mótsleik síðan 2023 og hefur ekkert náð að rétta úr kútnum síðan Fernando Santos tók við liðinu. Liðið er án sigurs í tíu leikjum undir hans stjórn.
„Það er bara nokkuð augljóst að við ætlum að gerast eitthvað í þessum riðli og þá verðum við bara að vinna þennan leik," segir Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður Íslands, í viðtali við Fótbolta.net.
Veðbankar eru á einu máli og búast við öruggum sigri Íslands annað kvöld. Epicbet er með stuðulinn 1,48 á sigur Íslands en 7,35 á sigur Asera. Jafntefli gefur stuðulinn 4,39. Í skoðanakönnun sem var á forsíðu Fótbolta.net spá lesendur íslenskum sigri.

Athugasemdir