Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Titilbaráttuslagur í Kópavogi og úrslitaleikur í Lengjunni
Kvenaboltinn
Breiðablik mætir FH í toppslag
Breiðablik mætir FH í toppslag
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
HK gæti tryggt sæti sitt í Bestu deildina
HK gæti tryggt sæti sitt í Bestu deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og FH mætast í titilbaráttuslag í Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.

Blikar eru á toppnum með 40 stig, fimm meira en FH þegar fimmtán umferðir eru búnar.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og þá sérstaklega fyrir deildina, en FH getur fært svakalega spennu inn í titilbaráttuna.

Leikurinn hefst klukkan 18:00.

Á sama tíma mætast Tindastóll og Fram á Sauðárkróki á meðan Víkingur tekur á móti Val.

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna fer einnig fram í kvöld þar sem öll augu eru á leik Grindavíkur/Njarðvíkur og HK.

ÍBV er búið að vinna deildina, en stóra spurningin er sú hvort HK eða Grindavík/Njarðvík fylgja þeim upp. HK er í öðru sæti með 37 stig, tveimur meira en Grindavík/Njarðvík fyrir lokaumferðina.

HK dugir jafntefli til að komast upp í Bestu Deildina.

Lokaumferðin í 4. deild karla klárast með tveimur leikjum. Árborg, sem á möguleika að komast upp, mætir fallbaráttuliði KFS.

Árborg er í 3. sæti með 30 stig, þremur stigum frá öðru sætinu, en KFS í 8. sæti með 16 stig.

Hafnir og Hamar, sem eru bæði í fallbaráttu, mætast í Nettóhöllinni en tapi Hamar mun það falla niður um deild.

Leikir dagsins:

Besta-deild kvenna
18:00 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
18:00 Tindastóll-Fram (Sauðárkróksvöllur)
19:15 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)

Lengjudeild kvenna
17:30 ÍA-KR (Akraneshöllin)
17:30 Haukar-Afturelding (BIRTU völlurinn)
17:30 Fylkir-ÍBV (tekk VÖLLURINN)
17:30 Grindavík/Njarðvík-HK (JBÓ völlurinn)
18:00 Grótta-Keflavík (Vivaldivöllurinn)

4. deild karla
19:15 Árborg-KFS (JÁVERK-völlurinn)
19:15 Hafnir-Hamar (Nettóhöllin)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 15 13 1 1 61 - 11 +50 40
2.    FH 15 11 2 2 38 - 17 +21 35
3.    Þróttur R. 15 9 2 4 27 - 18 +9 29
4.    Valur 15 7 3 5 22 - 21 +1 24
5.    Þór/KA 15 7 0 8 28 - 27 +1 21
6.    Stjarnan 15 6 1 8 22 - 30 -8 19
7.    Fram 15 6 0 9 22 - 39 -17 18
8.    Víkingur R. 15 5 1 9 31 - 36 -5 16
9.    Tindastóll 15 4 2 9 19 - 34 -15 14
10.    FHL 15 1 0 14 8 - 45 -37 3
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 17 15 1 1 69 - 14 +55 46
2.    HK 17 12 1 4 48 - 25 +23 37
3.    Grindavík/Njarðvík 17 11 2 4 39 - 21 +18 35
4.    Grótta 17 11 1 5 35 - 25 +10 34
5.    KR 17 8 1 8 42 - 42 0 25
6.    ÍA 17 6 3 8 25 - 33 -8 21
7.    Haukar 17 6 1 10 26 - 44 -18 19
8.    Keflavík 17 4 4 9 23 - 27 -4 16
9.    Fylkir 17 2 2 13 20 - 49 -29 8
10.    Afturelding 17 2 0 15 12 - 59 -47 6
Athugasemdir
banner