Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 15:47
Elvar Geir Magnússon
Elías í marki Íslands í kvöld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson verður í marki íslenska landsliðsins í kvöld þegar liðið mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli, í sínum fyrsta leik í undankeppni HM. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Elías og Hákon Rafn Valdimarsson berjast um markvarðarstöðu íslenska landsliðsins.

Elías er aðalmarkvörður danska liðsins Midtjylland sem er komið í Evrópudeildina. Hann hefur það fram yfir Hákon að spila fleiri leiki með sínu félagsliði.

Hákon er varamarkvörður Brentford en fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í sigri gegn Bournemouth í deildabikarnum í lok ágúst. Hann hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins og spilaði báða leiki Íslands í umspilinu gegn Kósovó undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.
Athugasemdir