

Matthías Guðmundsson tók einn við liðinu eftir að Kristján Guðmundsson lét af störfum í byrjun ágúst
Valur tapaði 3-2 þegar þær heimsóttu Víking í 16.umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Matthías Guðmundsson, þjálfara Vals eftir leik.
„Kannski aðallega bara ódýr mörk eins og gengur og gerist í fótboltanum. Það var kafli sem vantaði smá kraft en mér fannst við sýna mikinn vilja í að jafna þennan leik svo ég er mjög ánægður með það hvað stelpurnar gáfu allt í þetta."
Valur fær Tindastól í heimsókn sunnudaginn 14. september.
„Við þurfum bara halda áfram, það er búið að vera gott ról á okkur og liðsheildin er flott. Það var margt mjög gott í dag, okkur finnst alltaf erfitt að tala um það svona strax eftir leik en ég er viss um að við finnum margt. mjög vel spilað í dag."
Matthías Guðmundsson tók einn við liðinu eftir að hafa verið með Kristjáni Guðmundssyni þar til hann lét af störfum í byrjun ágúst. Matthíasi hefur gengið vel að snúa við gengi Vals liðsins. Valur hafði fyrir leik kvöldsins unnið fjóra af síðustu fimm leikjum.
„Já ég er bara keppnismaður vill alltaf meira og meira ég veit við getum miklu meira og við ætlum að gera meira." sagði þjálfari Vals að lokum.
Athugasemdir