Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins, brast í grát er hann var spurður út í nafna sinn, Lionel Messi, á blaðamannafundi í gær.
Messi mun líklega spila sinn síðasta leik á heimavelli í undankeppni HM í nótt.
Argentínumenn eru komnir á HM sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Í nótt spilar liðið við Venesúela í síðasta heimaleiknum í undankeppninni og var Scaloni spurður út í vegferð Messi og að þetta væri hans síðasti heimaleikur.
„Ég spilaði við hlið hans og bara það eitt að senda boltann á hann var sérstakt. Að fara á HM með honum og sjá hann lyfta bikarnum hreyfði við manni. Við erum að átta okkur meira og meira á því sem tíminn líður hvaða þýðingu þetta hefur haft fyrir hann. Þetta á eftir að verða fallegt og tilfinningaríkt í nótt, en það er alveg klárt að þetta verður ekki hans síðasti leikur í Argentínu. Við munum sjá til þess að hann fái annan leik, það er að segja ef hann vill það. Hann á það alveg inni,“ sagði Scaloni.
Un periodista se emocionó en la rueda de prensa de Lionel Scaloni, el DT se dio cuenta y recibió un hermoso mensaje:
— Ataque Futbolero (@AtaqueFutbolero) September 3, 2025
“Me diste la alegría más grande de mi vida”.
La cara de Lionel, uf. Momentazo. ??????
pic.twitter.com/Ih8zYhFFOt
Athugasemdir