
Franska landsliðskonan Grace Geyoro hefur verið keypt til London City Lionesses frá Paris St-Germain fyrir 1,4 milljónir punda (rúmar 232 milljónir íslenskra króna).
Hún er þar með orðin dýrasti leikmaður sögunnar í kvennaflokki en kaupin slá met sem stóð yfir í einn mánuð, þegar Orlando Pride í Bandaríkjunum greiddi Tigres UANL 1,1 milljón punda fyrir mexíkóska vængmanninn Lizbeth Ovalle.
Hún er þar með orðin dýrasti leikmaður sögunnar í kvennaflokki en kaupin slá met sem stóð yfir í einn mánuð, þegar Orlando Pride í Bandaríkjunum greiddi Tigres UANL 1,1 milljón punda fyrir mexíkóska vængmanninn Lizbeth Ovalle.
Ljónynjurnar duglegar á leikmannamarkaðnum
Geyoro er 28 ára miðjumaður og er sextándi leikmaðurinn sem ljónynjurnar frá Lundúnum fá til sín í sumar. Félagið er í eigu bandarísku viðskiptakonunnar Michele Kang sem er dugleg að setja pening í félagið.
Geyoro á 103 landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað 22 mörk fyrir franska landsliðið. Hún hefur spilað á tveimur heimsmeistaramótum, tveimur Evrópumótum og á Ólympíuleikunum 2024.
Síðan London City komst upp í efstu deild á síðasta tímabili hefur félagið fengið til sín stór nöfn í kvennaboltanum; þar á meðal er Jana Fernandez frá Barcelona, Danielle van de Donk frá Lyon, Katie Zelem fyrrum fyrirliði Manchester United og framherjinn Nikita Parris sem á 74 landsleiki fyrir England.
London City Lionesses er fyrsta sjálfstæða kvennafélagið sem kemst upp í Women's Super League í enska boltanum. Félagið var áður tengt fótboltafélaginu Millwall en klauf sig frá því 2019. Liðið mætir Arsenal á laugardag í fyrsta deildarleik tímabilsins. Geyoro gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið sunnudaginn 14. september, í heimaleik gegn Manchester United.
London City are delighted to announce the deadline day signing of Grace Geyoro????????
— London City Lionesses (@LC_Lionesses) September 5, 2025
Subject to the completion of the regulatory processes. pic.twitter.com/7yb9vZAP1h
Athugasemdir