Ísland U21 1 - 2 Færeyjar U21
0-1 Mattias Hellisdal ('3 )
0-2 Áki Samuelsen ('16 )
1-2 Heini Sörensen ('62 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Jóhan Josephsen, Færeyjar U21 ('93)
Lestu um leikinn
0-1 Mattias Hellisdal ('3 )
0-2 Áki Samuelsen ('16 )
1-2 Heini Sörensen ('62 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Jóhan Josephsen, Færeyjar U21 ('93)
Lestu um leikinn
Það voru mikil vonbrigði á Þróttaravellinum í dag þar sem U21 árs landslið Íslands fékk frændur okkar Færeyinga í heimsókn í fyrsta leik liðsins í Undankeppni EM.
Leikurinn var aðeins þriggja mínútna gamall þegar gestirnir náðu forystunni. Mattiias Hellisdal fékk boltann við vítateigslínuna og lét vaða. Lúkas Peterson í marki Íslands réð ekki við þetta og boltinn hafnaði í netinu.
Eftir rúmlega stundafjórðung var Jóhannes Kristinn Bjarnason með boltann og ætlaði að senda hann til baka en hitti ekki boltann. Áki Samuelsen náði boltanum og komst inn á teiginn og kláraði framhjá Lúkasi.
Íslenska liðið var heppið að munurinn var ekki meiri þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Íslenska liðið kom sterkara til leiks í seinni hálfleik og fékk góð færi til að skora. Liðið braut loksins ísinn eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Heini Sörensen setti boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Hilmi Rafn Mikaelssyni.
Benoný Breki Andrésson kom síðan boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu.
Í uppbótatíma fékk Jóhan Josephsen sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 13 mínútur. Ísland fékk nokkrar mínútur til að jafna metin.
Eggert Aron Guðmundsson var komst í gott færi í blálokin en skotið laust og beint á Hans Jákup Armgrímsson í marki Færeyinga og í kjölfarið var flautað til leiksloka.
Slæm byrjun hjá íslenska liðinu í undankeppninni en Færeyingar eru með sex stig eftir sigur á Eistlandi í sínum fyrsta leik. Næsti leikur Íslands er gegn Eistlandi ytra þann 8. september.
Athugasemdir