Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 10:20
Kári Snorrason
Heimild: BBC 
Paqueta íhugar að kæra enska fótboltasambandið
Lucas Paqueta var sýknaður af ásökunum í júlí.
Lucas Paqueta var sýknaður af ásökunum í júlí.
Mynd: EPA
Lucas Paqueta, miðjumaður West Ham, íhugar að höfða mál gegn enska fótboltasambandinu eftir að hann var sýknaður af ásökunum fyrir brot á veðmálareglum.

Paqueta var á síðasta ári ákærður af enska fótboltasambandinu og sakaður um að hafa fengið viljandi áminningar til að hafa áhrif á veðmál. Brasilíumaðurinn var sýknaður fyrir rúmum mánuði.

Paquetá var sterklega orðaður við Manchester City áður en ásakanirnar komu upp en í kjölfarið féllu viðræður milli félaganna niður.

Í skýrslum málsins kemur jafnframt fram að bæði Paquetá og West Ham hafi orðið af verulegum fjárhæðum vegna ákærunnar.

BBC greinir frá því að lögfræðingar leikmannsins séu að kanna málið enn frekar og að þeir íhugi að höfða mál gegn enska sambandinu.

Athugasemdir