Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. október 2022 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: ÍBV tókst aftur að leggja FH að velli í Eyjum
Eiður Aron gerði sigurmark ÍBV.
Eiður Aron gerði sigurmark ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 2 - 1 FH
1-0 Telmo Ferreira Castanheira ('8 )
1-1 Ólafur Guðmundsson ('33 )
2-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('56 )
Lestu um leikinn

ÍBV vann gífurlega mikilvægan sigur gegn FH er þessi tvö lið mættust í Vestmannaeyjum í dag.

Þetta var fyrsti leikur þessara tveggja liða eftir að Besta deildin skiptist en þau eru bæði í neðri hluta deildarinnar.

ÍBV vann leik þessara liða í Vestmannaeyjum fyrr í sumar og þeir fóru aftur með sigur af hólmi í dag. Telmo Castanheira kom ÍBV yfir með stórglæsilegu marki í fyrri hálfleik en Ólafur Guðmundsson jafnaði metin fyrir FH áður en flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleiknum var skorað eitt mark og það gerði Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði Eyjamanna. „Eiður Aron kemur heimamönnum yfir! Davíð Snær í alls konar brasi að koma boltanum frá sér inn á vítateig FH og Eiður Aron kemst í boltann. Eiður þrumaði í fyrsta og boltinn söng í netinu," skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í beinni textalýsingu þegar miðvörðurinn skoraði.

FH er áfram í fallsæti með 19 stig þegar fjórir leikir eru eftir en ÍBV er núna fjórum stigum frá FH.
Athugasemdir
banner
banner