Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 05. nóvember 2024 11:12
Elvar Geir Magnússon
Svartfellingar fá ekki að mæta Íslendingum á þjóðarleikvangi sínum
Icelandair
Leikvangurinn í Podgorica.
Leikvangurinn í Podgorica.
Mynd: EPA
Á heimasíðu fótboltasambands Svartfjallalands er greint frá því að komandi heimaleikir landsliðsins, gegn Íslandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni, verði spilaðir í borginni Niksic en ekki í höfuðborginni Podgorica.

Þar segir að skoðun UEFA á þjóðarleikvangnum í Podgorica hafi leitt í ljós að vallarflöturinn sé ekki nægilega góður. Heimaleikur Svartfellinga gegn Wales í september var einnig spilaður í Niksic þar sem völlurinn í Podgorica þótti óleikhæfur.

Svartfellingar segja að talsverð bæting hafi orðið á vellinum síðan í september en þó ekki nægilega mikil að mati UEFA. Á heimasíðu UEFA er þó enn ekki búið að breyta leikstað og hann er enn skráður í Podgorica.

Athygli vekur að kvennalandslið Svartfjallalands lék á vellinum í Podgorica gegn Finnlandi í umspilsleik fyrir EM fyrir einni og hálfri viku síðan.

Það er um klukkutíma akstursfjarlægð frá Podgorica til Niksic. Leikvangurinn í Niksic tekur aðeins um 5 þúsund áhorfendur en þjóðarleikvangurinn tekur rúmlega tvöfalt fleiri.

Leikur Svartfjallalands og Íslands fer fram laugardaginn 16. nóvember. Svartfellingar eru á botni riðilsins en við Íslendingar erum í þriðja sæti, sem er umspilssæti um að halda sæti sínu í B-deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner