Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fim 05. desember 2024 15:26
Elvar Geir Magnússon
Afturelding með fréttamannafund í Hlégarði
Jökull Andrésson og Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Jökull Andrésson og Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding, sem komst upp í Bestu deildina og leikur þar næsta sumar, hefur boðað til fréttamannafundar í Hlégarði á morgun, föstudag. Þar mun félagið kynna styrkingu á leikmannahópi sínum.

Stuðningsmenn Aftureldingar fara með bros á vörum inn í hátíðarnar.

Andréssynir, varnarmaðurinn Axel Óskar og markvörðurinn Jökull, verða væntanlega kynntir. Axel hefur yfirgefið KR og Jökull átti stóran þátt í því að Afturelding komst upp um deild þegar hann var lánaður frá Reading á liðnu sumri.

Þórður Gunnar Hafþórsson, kantmaður Fylkis, er einnig á leið í Mosfellsbæinn og þá er miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson, sem varð Íslandsmeistari með Breiðabliki, líka sagður á leiðinni.

Hinsvegar er útlit fyrir að Eyþór Aron Wöhler, sem rifti samningi sínum við KR, gangi ekki í raðir Aftureldingar en heyrst hefur að Mosfellsbæjarliðið hafi ekki boðið honum samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner