Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. apríl 2021 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola segir möguleikana góða í seinni leiknum
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
„Það er betra að vinna en að gera jafntefli," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 2-1 dramatískan sigur á Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Phil Foden skoraði sigurmark City á 90. mínútu eftir að Marcos Reus jafnaði fyrir Dortmund á 84. mínútu.

„Við vorum ekki nægilega sniðugir með boltann í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun betri. Við fengum færi til að skora annað og þriðja markið en það gekk ekki."

„Dortmund er með sterkt lið og með mikil gæði í þeim leikmönnum sem þeir eru með. Með stöðuna 2-1 eigum við góða möguleika."

Seinni leikurinn fer fram í næstu viku. „Við munum reyna að laga ákveðna hluti og fara í leikinn til að vinna hann. Næst er það Leeds og svo förum við til Þýskalands og reynum að vinna. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner