Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. apríl 2021 08:30
Elvar Geir Magnússon
Hlusta á tilboð í Sancho - Fer De Gea í sumar?
Powerade
Sancho er sífellt orðaður við Manchester United.
Sancho er sífellt orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fer De Gea frá Manchester United?
Fer De Gea frá Manchester United?
Mynd: Getty Images
Verður Andrea Pirlo rekinn á morgun?
Verður Andrea Pirlo rekinn á morgun?
Mynd: Getty Images
Haaland, Sancho, Messi, Foyth, Pirlo, Dybala, Dembele og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. Rýnt er í fjölmiðla í Evrópu og skoðað hvað þeir eru að fjalla um.

Ofurumbinn Mino Raiola segir að ótrúlegur skáldskapur umkringi fréttaflutning af norska sóknarmanninum Erling Braut Haaland (20) hjá Borussia Dortmund. Raiola segir að falsfréttir varðandi framtíð leikmannsins dreifist hratt út. (Goal)

Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, segir að þýska félagið undirbúi næsta tímabil á þann hátt að Haaland verði áfram. (Dazn)

Watzke segir hinsvegar að Dortmund sé tilbúið að hlusta á tilboð í enska vængmanninn Jadon Sancho. (Manchester Evening News)

Pep Guardiola segir að Manchester City gæti ákveðið að eyða yfir 100 milljónum punda á einn leikmann í framtíðinni en gefur áfram lítið upp þegar hann er spurður út í Haaland. (Sky Sports)

Barcelona mun halda áfram að reyna að fá norska sóknarmanninn en forráðamenn félagsins funduðu með hans fólki í síðustu viku. Sagt er að erfitt verði þó að ná samkomulagi. (ESPN)

Spænski markvörðurinn David de Gea (30) er tilbúinn að yfirgefa Manchester United. PSG, Real Madrid og Atletico Madrid fylgjast með gangi mála eftir að Dean Henderson var látinn spila gegn Brighton. (Mail)

Arsenal vill halda Martin Ödegaard (22) hjá félaginu en hann er á láni frá Real Madrid út tímabilið. Liverpool hefur einnig áhuga á norska miðjumanninum. (AS)

Villarreal vonast til að fá argentínska varnarmanninn Juan Foyth (23) frá Tottenham í sumar. Hann er hjá spænska félaginu á láni. (Football Insider)

Real Madrid gæti notað brasilíska vængmanninn Vinicius Junior (20) sem hluta af kauptilboði í franska sóknarleikmanninn Kylian Mbappe (22) hjá PSG. (El Transistor)

Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz (33) hjá Arsenal þarf að taka á sig launaskerðingu ef hann ætlar að vera áfram hjá félaginu. (Sun)

Angel di Maria (33) segir að það yrði stórkostlegt ef Lionel Messi (33) myndi ganga í raðir PSG. (AS)

James Pallotta, fyrrum stjórnarformaður Roma, hefur áhuga á að kauap félag í ensku úrvalsdeildinni. Hann er að skoða Newcastle. (The Athletic)

Juventus býr sig undir allsherjar naflaskoðun á starfsliði og leikmannahópi sínum eftir dapurt tímabil. Hætta er á að Ítalíumeistararnir nái ekki að komast í Meistaradeildina. (Mail)

Andrea Pirlo gæti verið rekinn frá Juventus ef liðið tapar gegn Napoli á morgun. Talið er að aðstoðarmaður hans, Igor Tudor, myndi þá vera ráðinn út tímabilið. (Sportmediaset)

Framtíð Argentínumannsins Paulo Dybala (27) hjá Juventus er í mikilli óvissu. Hann er samningsbundinn til 2022 en ítalska félagið hefur dregið til baka tilboð um nýjan samning. (Football-Italia)

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, segir að Ousmane Dembele (23) sé í sínum framtíðaráætlunum og vill halda Frakkanum á Nývangi. Dembele skoraði sigurmark Barcelona í gær en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner