fim 06. maí 2021 23:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær ósáttur: Hefur aldrei gerst áður og er ómögulegt fyrir leikmenn
Mynd: EPA
„Þetta hefur aldrei gerst áður. Þetta er ómögulegt fyrir leikmenn þegar litið er á álagið á líkama leikmanna. Þessi ákvörðun er tekin af fólki sem hefur aldrei spilað fótbolta á þessu getustigi," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, um þétta leikjadagskrá á næstunni.

Liðið spilar fjóra leiki á átta dögum. Næsti leikur er á sunnudag (Aston Villa), svo á þriðjudag (Leicester) og aftur á fimmtudag (Liverpool).

„Við þurfum á öllum að halda í þessum leikjum. Það er stutt á milli leikja en við verðum að vera klárir.

50 klukkustundir líða á milli leiksins gegn Aston Villa og leiksins gegn Leicester. Eftir leikinn gegn Liverpool tekur við leikur gegn Fulham þriðjudaginn 18. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner