Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   þri 06. júní 2023 10:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðshópurinn - Kristian Hlynsson valinn
Fimm breytingar
Icelandair
Kristian Nökkvi.
Kristian Nökkvi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn er í hópnum.
Hákon Rafn er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert mættur aftur.
Albert mættur aftur.
Mynd: Getty Images
Age Hareide hefur valið sinn fyrsta leikmannahóp sem þjálfari íslenska landsliðsins. Hann tilkynnti í dag 25 manna hóp fyrir komandi leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM.

Það vekur athygli að Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax, er í hópnum í fyrsta sinn.

Willum Þór Willumsson, leikmaður GA Eagles, er einnig í hópnum. Hákon Rafn Valdimarsson er þá á meðal markvarða, kemur inn fyrir Patrik Sigurð Gunnarsson.

Alls eru fimm breytingar frá síðasta verkefni. Patrik, Davíð Kristján Ólafsson, Aron Elís Þrándarson, Stefán Teitur Þórðarson og Andri Lucas Guðjohnsen detta úr hópnum.

Inn koma Hákon Rafn, Kristian, Albert Guðmundsson, Valgeir Lunddal Friðriksson og Willum. Þá eru Sverrir Ingi Ingason og Elías Rafn Ólafsson í hópnum en þeir duttu út eftir að síðasti landsliðshópur var tilkynntur.

Leikurinn gegn Slóvakíu fer fram 17. júní og leikurinn gegn Portúgal er svo 20. júní. Báðir fara leikirnir fram á Laugardalsvelli.

Hópurinn
Markverðir:
Elías Rafn Ólafsson – 2000 – 4 leikir – 0 mörk
Rúnar Alex Rúnarsson – 1995 – 22 leikir – 0 mörk
Hákon Rafn Valdimarsson – 2001 – 4 leikir – 0 mörk

Varnarmenn:
Hörður Björgvin Magnússon – 1993 – 46 leikir – 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson – 1995 – 13 leikir – 0 mörk
Sverrir Ingi Ingason – 1993 – 40 leikir – 3 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson – 1991 – 34 leikir – 1 mark
Alfons Sampsted – 1998 – 15 leikir – 0 mörk
Valgeir Lunddal Friðriksson – 2001 – 5 leikir – 0 mörk

Miðjumenn og kantmenn:
Jóhann Berg Guðmundsson – 1990 – 84 leikir – 8 mörk
Birkir Bjarnason – 1988 – 113 leikir – 15 mörk
Aron Einar Gunnarsson – 1989 – 101 leikur – 5 mörk
Arnór Ingvi Traustason – 1993 – 46 leikir – 5 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson – 2003 – 18 leikir – 3 mörk
Þórir Jóhann Helgason – 2000 – 16 leikir – 2 mörk
Mikael Neville Anderson 1998 – 20 leikir – 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – 1998 – 26 leikir – 4 mörk
Hákon Arnar Haraldsson – 2003 – 9 leikir – 1 mark
Kristian Nökkvi Hlynsson – 2004
Albert Guðmundsson – 1997 – 33 leikir – 6 mörk
Willum Þór Willumsson – 1998 – 1 leikur - 0 mörk
Mikael Egill Ellertsson – 2002 – 12 leikir – 1 mark
Arnór Sigurðsson – 1999 – 27 leikir – 2 mörk

Framherjar:
Sævar Atli Magnússon – 2000 – 2 leikir – 0 mörk
Alfreð Finnbogason – 1989 – 65 leikir – 15 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner