Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 20:30
Aksentije Milisic
Segir Theo Hernandez geta orðið besta bakvörð heims
Mynd: Getty Images
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, segir að vinstri bakvörður Milan, Theo Hernandez, geti orðið besti bakvörður heims.

Theo hefur skorað fimm mörk og lagt upp önnur fjögur í 26 leikjum á þessu tímabili og segir Pioli að það má búast við enn meiru frá Hernandez.

„Theo er klárlega meiri sóknarbakvörður eins og hann hefur sýnt en hann er að vinna í því að bæta varnarleikinn," sagði Pioli.

„Ef hann bætir sig varnarlega þá getur hann orðið einn besti bakvörður í heimi."

Hernandez hefur verið einn af betri leikmönnum Milan á þessari leiktíð en hann hefur verið orðaður við PSG upp á síðkastið. AC Milan mætir Juventus í stórleik á morgun í ítölsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner