Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 06. ágúst 2022 15:05
Aksentije Milisic
Klopp: Besta við leikinn voru úrslitin - Völlurinn alltof þurr
Mynd: EPA

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var sáttur við stigið sem Liverpool fékk í dag gegn Fulham en leiknum lauk með stórskemmtilegu 2-2 jafntefli.


Nýliðarnir í Fulham spiluðu mjög vel og áttu stigið skilið en Liverpool kom tvíveigis til baka í leiknum. Bæði lið áttu skot í tréverkin en Aleksandar Mitrovic gerði tvennu fyrir þá hvítklæddu.

Klopp var ekki sáttur með frammistöðu sína manna en hann sagði að völlurinn hafi ekkert hjálpað til.

„Besta við þennan leik voru úrslitin. Við fengum stig úr mjög lélegum leik. Úrslitin voru góð, við áttum ekki meira skilið. Við getum bætt okkur helling," sagði Klopp.

„Við hefðum geta unnið því við áttum færi. Völlurinn var mjög þurr. Þetta var erfitt."

Darwin Nunez átti góða innkomu í lið Liverpool en hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum. Hann skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Mohamed Salah.


Athugasemdir
banner
banner
banner